Vatnslögn frá Kaldárhöfða möguleg

Vatnsleiðsla úr landi Kaldárhöfða í Grímsnesi gæti mögulega leyst kaldavatnsvandræði þriggja sveitarfélaga.

Hugmyndir hafa vaknað um að leggja kaldavatnsleiðslu úr landi Kaldárhöfða, suður með Þingvallabraut um Grímsnesið og yfir Hvítá. Talið er að finna megi á bilinu tvö til fjögur þúsund sekúndulítra af vatni úr Kaldánni en til samanburðar er meðal næturrennsli á Selfossi um á Selfossi um 40 til 60 lítrar á sekúndu.

Ef farið verður í þessar framkvæmdir er talið að nægt neysluvatn verði í Grímsnesinu vestanverðu, Flóanum og Árborg til langrar framtíðar.

Fjallað er nánar um málið í Sunnlenska fréttablaðinu.

PANTA ÁSKRIFT