Vatnsholt fær viðurkenningu Tripadvisor

Ferðaþjónustan í Vatnsholti í Flóahreppi hlaut nýlega viðurkenningu ferðasíðunnar Tripadvisor fyrir framúrskarandi þjónustu.

Tripadvisor er ein vinsælasta ferðasíða veraldar en þar geta notendur lesið reynslusögur og lýsingar ferðamanna á áningarstöðum, borgum, hótelum, gistiheimilum og veitingastöðum. Vinsældir síðunnar byggja í raun á einkunnagjöf notenda hennar og á hverju ári eru veittar viðurkenningar til þeirra ferðamannastaða sem notið hafa hylli ferðalanga.

Vatnsholt er þó ekki eina fyrirtækið til að hljóta viðurkenningu Tripadvisor því ferðaþjónustufyrirtækið South Iceland Adventure fékk hæstu einkunn frá síðunni fyrir stuttu. Þá hafa önnur fyrirtækið í ferðaþjónustunni einnig fengið lof frá síðunni.

Vatnsholt er einn af þessum áningarstöðum í ár. Samkvæmt Tripadvisor hlaut gistiheimilið 4.5 stjörnur af fimm mögulegum — vefsíðan hefur því sent viðurkenningu til staðarhaldara í Vatnsholti, þeim Jóhann Helga Hlöðverssyni og eiginkonu hans, Margréti Ormsdóttur.

Jóhann og Margrét keyptu jörðina árið 2005 og gerðu í kjölfarið upp allan húsakost. Gistiheimilið var formlega opnað árið 2010 með 14 herbergi.

Hjónin hafa staðið í stórræðum síðan þá en nú eru herbergin 30 talsins. Þá er rekinn 225 manna veitingahús í uppgerðu fjósi og hlöðu.

Hægt er að nálgast umsagnir um Vatnsholt á vefsíðu Tripadvisor.

Vísir greindi frá þessu

Fyrri greinÓljóst hvenær nytjamarkaðurinn opnar aftur
Næsta greinTveir laxar í opnun Tungufljóts