Vatnsflæði jókst undan jökli

Vatnsflæði undan Gígjökli jókst laust fyrir hádegi í dag en dró fljótlega úr því aftur. Nokkur hækkun hefur mælst á vatnsyfirborði við Markarfljótsbrú.

Hreinsunarstörf halda áfram undir Eyjafjöllum. Sóttvarnalæknir sendi í dag frá sér tilmæli til þeirra sem vinna við hreinsun á þurri ösku að þeir noti öndunargrímur við störfin.

Öndunargrímur má fá á nærliggjandi heilsugæslustöð við eldgosið eða hjá almannavarnanefnd á Hvolsvelli.