Vatnselgur á Suðurlandsvegi

Mikið vatn flæðir yfir Suðurlandsveg nærri Lambafelli en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur orðið mikil vatnslosun við Bolöldunámu.

Mikil rigning er á svæðinu en veður er verst á Suðurlandinu. Vatnið flæðir yfir vinnusvæði þar sem unnið er að tvöföldun vegarins.

Á Vísi kemur fram að lögreglan ásamt Vegagerðinni vinni nú að því að taka Bolölduveg í sundur til þess að beina vatninu í annan farveg. Fólk er hvatt til þess að fara varlega en Suðurlandsvegur er enn fær þrátt fyrir vatnavextina.

Fyrri greinAnna tekur við Víkurskóla
Næsta greinHerjólfur siglir ekki