Vatnið í Hveragerði stenst gæðakröfur

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Niðurstöður úr sýnatöku frá 30. apríl á neysluvatni í Hveragerði sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands framkvæmdi sýna að vatnið í Hveragerði stenst gæðakröfur reglugerðar um neysluvatn.

Þetta á við um öll sýni sem tekin voru úr borholum og úr söfnunarvatnstanki.

Í þessari sýnatöku var einnig athugað fyrir súlfit bakteríum, en ábendingar höfðu komið frá Matvælastofnun um að athuga það sérstaklega. Niðurstaðan leiðir í ljós að þær bakteríur mælast ekki.

í tilkynningu frá Vatnsveitu Hveragerðisbæjar segir að íbúar séu áfram hvattir til að koma ábendingum á framfæri við bæinn ef þeir finna fyrir bragð og lyktaróþægindum af neysluvatninu.

Fyrri greinÖruggt hjá Árborg en Hamar í basli
Næsta greinArnar flytur sín eftirlætis ljóð