Vatnið á Klaustri í lagi

Kirkjubæjarklaustur. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Nýjar upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands segja að það sé í lagi með neysluvatnið á Kirkjubæjarklaustri og ekki sé því þörf á að sjóða það.

Í síðustu viku greindust E.coli bakteríur í vatninu en í tilkynningu á heimasíðu Skaftárhrepps, sem birtist í dag, segir að vatnið sé í lagi. Áfram verða tekin sýni og fylgst með gæðum vatnsins.