Vatnið í Helluveitu komið í lag

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Niðurstöður sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bentu til að yfirborðsvatn hefði komist í vatnsból hjá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps – Helluveitu í síðustu viku.

Notendur vatns úr veitunni á Hellu og austan Hellu voru beðnir um að sjóða neysluvatn þangað til vatnið teldist öruggt til neyslu aftur.

Strax var gripið til aðgerða og samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum nýrrar sýnatöku er óhætt að álykta að ástandið sé liðið hjá, að því að fram kemur í tilkynningu frá Rangárþingi ytra sem birt var í kvöld.

Til að gæta fyllsta öryggis verður áfram fylgst náið með vatnsgæðum með vikulegum sýnatökum.

Fyrri greinEnn einn sigur Gnúpverja
Næsta greinMottumars 2018 – Upp með sokkana!