Vatnhæðin áfram há næstu daga

Skaftárhlaup 2021. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Vatnshæð í Skaftá hefur farið hægt lækkandi við Sveinstind en búast má við því að vatnsstaðan haldist áfram há næstu daga.

Vegfarendur eru enn beðnir um að halda sig frá upptökum árinnar og lægðum í landslagi vegna gasmengunar.

Flóðið í Skaftá náði hámarki við Sveinstind í gærmorgun og mældist þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. Vanalega tekur það vatnið um átta til tíu klukkustundir að berast frá Sveinstindi niður að mælinum í Eldvatni við Ása.

Brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu þegar það kemur undan jökli og er hægt að fylgjast með loftgæðum á Kirkjubæjarklaustri á loftgaedi.is.

Hér fyrir neðan eru myndir sem Sigurður Hjálmarsson tók í Skaftárdal í gær.

Skaftárhlaup 2021. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson
Skaftárhlaup 2021. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson
Skaftárhlaup 2021. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson
Fyrri greinKosningaskrifstofa Miðflokksins opnuð
Næsta greinAllir litir hafa tilgang, eins og hvert barn hefur tilgang