Vatnavextir í Hvítá

Hvítá er í örum vexti og farið að flæða yfir vegi hjá Auðsholti í Hrunamannahreppi.

Veðurstofan varaði við vatnavöxtum á vatnasviði Hvítár í Árnessýsu í morgun vegna hlýinda á landinu og úrkomu. Í Auðsholti í Hrunamannahreppi hefur áin flætt yfir bakka sína en ekki meira en venjan er á þessum árstíma.

Rennslið í Hvítá við Fremstaver á Kili er margfalt meira en vanalega eða tæpir 469 rúmmetrar á sekúndu í hádeginu í dag. Veðurstofan segir snjó bráðna hratt á hálendinu en hún tilkynnti lögreglu á miðnætti að varað væri við vatnavöstum á vatnasvæði Hvítár.

Samkvæmt vatnamælingakorti Veðurstofunnar er mjög mikið rennsli víða, svo sem í Tungufljóti, Brúará og Ölfusá á Suðurlandi.

Varla hætta á stórflóðum svo lengi sem ekki festir krapastíflu í Ölfusá. Það hefur oftast verið orsök stórflóða í kringum Selfoss.

Fyrri greinHófu framkvæmdir án leyfis
Næsta greinRennsli eykst áfram