Vatn úr Ölfusbrunni um alla Norður-Ameríku

Lindarvatn Icelandic Water Holdings úr Ölfusbrunni að Hlíðarenda hefur verið valið sem aðal söluvara hjá Hilton hótelkeðjunni í Bandaríkjunum.

Vatnið frá Icelandic Glacial verður fáanlegt á 750 Hilton hótelum í Bandaríkjunum. Hilton valdi íslenska vatnið eftir strangar gæðaprófanir, ekki síst vegna „grænnar“ framleiðsluaðferðar í verksmiðjunni í Ölfusi.

Samningurinn er til þriggja ára og mun Icelandic Glacial útvega vatn á flöskum í verslanir, veitingastaði, bari og herbergisþjónustu Hilton keðjunnar.

Fyrri greinHerjólf vantar sex milljónir frá ríkinu
Næsta grein„Æðruleysi og dugnaður heimamanna vekur aðdáun“