Vatn á Þjóðvegi 1

Vatn rennur nú yfir þjóðveg 1 á tveimur stöðum undir Eyjafjöllum, annars vegar við Svaðbælisá og hins vegar Holtsá sem er nokkru vestar.

Vegagerðin varar vegfarendur við ástandinu og hvetur menn til að fara þarna um með varúð. Þjóðvegurinn gæti lokast við Svaðbælisá ef ekki verður lát á rigningu þar.

Gríðarleg úrkoma hefur verið á Suðausturlandi í dag. Á Kirkjubæjarklaustri hefur úrkoman mælst nærri 45 millimetrar.

Fyrri grein„Mig langaði að prufa að synda“
Næsta greinTætingsleg og tilkomumikil bylgjuský