Varnargarður rofnaði við Markarfljót

Vegagerðin er komin á staðinn með tæki og fleiri á leiðinni og vinnur að lagfæringu. Ljósmynd/Lögreglan

Varnargarður vestan Markarfljóts hefur rofnað einhverntíman á síðasta sólarhring. Vegagerðin er komin á staðinn með tæki og fleiri á leiðinni og vinnur að lagfæringu.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að vatn sé farið að lóna með Suðurlandsvegi en enn sem komið er flæðir ekki yfir og að líkindum tekst að koma í veg fyrir það.

Fyrri greinBarn veiktist eftir að hafa borðað kannabis-hlaupbangsa
Næsta greinSverrir besti varnarmaður Olísdeildarinnar