Varla fólksbílafært á Hellisheiði

Mikil hálka er á Sandskeiði en þæfingur á Hellisheiði og varla fólksbílafært. Hálkublettir eru í Þrengslum og skafrenningur er á svæðinu.

Hálka eða hálkublettir eru annars allvíða á Suðurlandi og sumstaðar jafnvel flughált. Það er hvasst undir Eyjafjöllum og að Vík.

Enn er heldur að hvessa á landinu í nótt og fyrramálið og um leið hlánar, einnig á fjallvegum víða með flughálku þegar blotnar.

Reiknað er með snörpum hviðum undir Eyjafjöllum og í Mýrdal í nótt og fyrramálið.

Fyrri greinSelfossþorrablótið haldið í fimmtánda sinn
Næsta greinKanalausir Hvergerðingar töpuðu