Varasamur ís á Ölfusá

Lögreglan á Selfossi beinir þeim tilmælum til forráðamanna barna og unglinga að fara ekki út á ísinn sem er á Ölfusá við Selfoss.

Þrátt fyrir að hann virðist traustur þá er straumvatn undir honum og því stórvarasamt að fara út á ísinn líkt og börn og unglingar hafa verið að gera undanfarna daga.