Varasamt ferðaveður í kvöld og nótt

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Veðurstofan hefur gefið út enn eina gulu viðvörunina fyrir Suðurland og gildir hún frá klukkan 22 í kvöld til klukkan 2 í nótt.

Þá er gert ráð fyrir suðvestan 15-23 m/sek hvassviðri eða stormi. Það mun ganga á með éljum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, þannig að varasamt verður að vera á ferðinni.

Fyrri greinVelti undir áhrifum
Næsta greinLaugalandsskóla lokað vegna smits