Varasamar aðstæður á Hellisheiði

Á Hellisheiði. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá hádegi í dag til kl. 8 í fyrramálið.

Gert er ráð fyrir suðvestan 15-23 m/sek með mjög dimmum éljum. Lítið skyggni verður í éljum og má búast við kófi og varasömum akstursskilyrði, ekki síst á Hellisheiði.

Einnig má búast við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda.

Fyrri greinIngigerður ráðin leikskólastjóri
Næsta greinÁrin fimm fljót að líða