Varað við vatnavöxtum og grjóthruni

Við Bakkakotsá. Ljósmynd/Lögreglan

Há vatnsstaða er í ám og lækjum vegna vætusamrar tíðar á sunnan- og vestanverðu landinu. Talsvert hefur rignt í dag, svo gera má ráð fyrir áframhaldandi hárri vatnshæð.

Ferðafólk er hvatt til sýna sérstaka aðgát við vatnsföll og vöð auk þess sem þessar aðstæður aukna líkur á grjóthruni og skriðum í bröttum hlíðum.

Fyrri greinSlasaðist þegar þaksperra féll á vinnupall
Næsta greinÞór fær reyndan Litháa til að þétta raðirnar