Vara við snjóflóðahættu í Ingólfsfjalli

Flóðið féll efst í gilinu austan við Þórustaðanámu. Ljósmynd/Björgunarfélag Árborgar

Björgunarfélag Árborgar birti færslu á Facebooksíðu sinni í kvöld þar sem varað er við snjóflóðahættu í Ingólfsfjalli.

Eins og sést á meðfylgjandi mynd hefur nokkuð stórt snjóflóð fallið efst í gilinu austan við Þórustaðanámu, en þar er vinsæl gönguleið í fjallinu.

„Við biðjum fólk um að sýna aðgát og forðast það að ganga undir stórar hengjur. Við teljum hættu á að annað flóð gæti fallið í grennd við hitt en okkar fólk er að kanna aðstæður á svæðinu,“ segir í færslu björgunarfélagsins.

Fyrri greinDagur Fannar og Sindri með HSK met í 200 m hlaupi
Næsta greinÞór gaf eftir í blálokin