Varað við úrkomu

Veðurstofan spáir nokkuð ákafri úrkomu á Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli næstu sex klukkustundir.

Spár gera ráð fyrir samfelldri úrkomu sem getur orðið allt að 3 til 5 millimetrar á klukkustund.

Ferðafólki er bent á að fara með varúð við ár þar sem verulega getur vaxið í þeim. Þá er einnig hætta á skriðuföllum í fjöllum.

Fyrri greinLandeyjahöfn lokuð næstu daga
Næsta greinMiðnæturtónleikar með Hvanndalsbræðrum