Varað við úrkomu við Eyjafjallajökul

Veðurstofan varar við stormi í dag suðvestantil á landinu og spáð er talsverðri úrkomu á Suðurlandi.

Búist er við því að áköf úrkoma byrji um kl.14:00 við Eyjafjallajökul og standi fram yfir miðnætti. Úrkoman verður í formi snjókomu á jöklinum sjálfum og niður í hlíðar en síðan tekur við slydda og rigning.

Ekki er búist við aurflóðum við þessar aðstæður en hugsanlega gæti hækkað nokkuð snögglega í ám.

Fyrri greinÍbúðasala að taka við sér
Næsta greinMælatölur ekki aðgengilegar