Varað við vindstrengjum undir Eyjafjöllum

Það mun hvessa syðst á landinu í dag, en undir Eyjafjöllum í Mýrdal og Öræfum er útlit fyrir austan 13-18 m/s með vindhviðum allt að 30 m/s seint í kvöld og nótt og á morgun.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að það muni draga smám saman úr vindi annað kvöld.

Fyrri greinStyttist í opnun Fjallabaks
Næsta greinBaráttusigur á Eyjamönnum