Varað við vindkviðum undir Eyjafjöllum

Almannavarnadeild ríkslögreglustjóra vill vekja athygli á því að Veðurstofan hefur varað við stormi um allt land.

Spá Veðurstofunnar sem gerð var í morgun og gildir til kl. 18 á morgun er svohljóðandi: Norðaustan og síðan norðan 13-23, hvassast austanlands, með éljagangi N- og A-til, en skýjað að mestu syðra. Norðan 18-28 seint í kvöld og snjókoma um norðanvert landið. Norðaustan 10-18 síðdegis á morgun og él N- og A-lands. Frost 3 til 15 stig, kaldast inn til landsins. Hiti kringum frostmark með A- og S-ströndinni á morgun.

Rétt er að benda á að búast má við sterkum vindhviðum sunnan fjalla svo sem undir Eyjafjöllum, við Lómagnúp, í Öræfum og svo áfram þaðan austur og norður með ströndinni.