Varað við vatnavöxtum í Ölfusá og Hvítá

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á slæmu veðri og mikilli úrkomu á Suður- og Vesturlandi næstu daga. Þessu geta fylgt vatnavextir í Ölfusá, Hvítá, ám undir Eyjafjöllum og fleiri ám.

Fólk er hvatt til að fylgjast með vefsíðu Veðurstofu Íslands www.vedur.is til frekari upplýsinga.

Fyrri greinEinhugur og góður andi hjá glímumönnum
Næsta greinBangsar gleðja börnin