Varað við svikasímtölum frá útlöndum

Undanfarið hefur lögreglan á Selfossi fengið tilkynningar frá fólki sem hefur verið að fá símhringingar erlendis frá. Ekki liggur fyrir hver tilgangur þessara hringinga er.

Væntalega er hér um að ræða svikahringingar en fólk er varað við að svara hringingum af þessu tagi sérstaklega ef það þekkir ekki númer eða á ekki von á hringingu frá útlöndum.