Varað við stormi seint í dag

Búist er við stormi, meira en 20 m/sek, sunnantil á landinu um tíma seint í dag.

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, 10-18 m/sek og skúrir eða él. Kólnandi veður. Suðaustan 10-18 með morgninum og slydda eða snjókoma með köflum. Suðvestan 15-23 m/sek seint í dag, hvassast sunnantil, dregur úr vindi þar í kvöld, en hvessir fyrir norðan.

Suðvestan 10-15 í nótt og á morgun og dálítil él. Snýst i vaxandi suðaustan átt sunnan- og vestanlands síðdegis á morgun. Hiti kringum frostmark.

Hálka er vegum yfir Hellisheiði og Þrengsli. Hálka eða snjóþekja annars mjög víða á Suðurlandi. Hálkublettir eru á Suðurlandsvegi frá Vík austur í Skaftafell.

Fyrri grein83 ára á appelsínugulum Aygo
Næsta greinFluttur með þyrlu eftir að hafa gleypt Legókubb