Varað við ísingu í kvöld

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í kvöld lægir mikið og léttir jafnframt til á Suðurlandi, frá Þingvöllum og Ölfusi austur að Markarfljóti. Víða frystir og ísing myndast almennt séð á blautum vegunum.

Þá er spáð éljum á Hellisheiði í nótt og fyrramálið.

Þetta kemur fram í ábendingu frá Veðurstofunni.

Fyrri greinFjórir vinir takast á við Jure áskorunina
Næsta greinIngibjörg Erla vann silfur í Serbíu