Varað við hvassviðri í dag

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Sigurður Gísli Guðjónsson

Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar er gert ráð fyrir stormi eða roki, austan 15-28 m/s, syðst á landinu á morgun, miðvikudag. Vindhviður allt að 40 m/s frá því um hádegi undir Eyjafjöllum og í Öræfum.

Á sama tíma má einnig búast við hviðum, allt að 30 m/s á suðvestanverðu landinu. Einnig er gert ráð fyrir slyddu eða sjnókomu með köflum syðst á landinu og því gæti færð spillst þar á köflum um og eftir miðjan dag.

Vegir eru að mestu auðir á Suður- og Suðvesturlandi. Suðaustanlands eru þó hálkublettir á Reynisfjalli og óveður en einnig er óveður undir Eyjafjöllum.

UPPFÆRT KL. 08:36