Varað við grjóthruni í Ingólfsfjalli

Lögreglumenn sem voru á ferð undir Ingólfsfjalli í gær urðu varir við að töluvert grjóthrun hafði orðið í fjallinu á milli Tannastaða og Alviðru.

Lögreglan óskaði eftir því að Björgunarfélag Árborgar sendi hóp af stað til að ganga úr skugga um að ekki hefði orðið slys á fólki á svæðinu.

Sveitin brást skjótt við og sendi tíu manns á vettvang.

Nokkur stór grjót höfðu oltið niður hlíðar fjallsins og er rétt að benda fólki á að fara varlega við göngur í fjallinu og vera vakandi fyrir grjóthruni.

Fyrri greinStórsigur hjá tíu Hamarsmönnum – Jafnt í toppslagnum
Næsta greinSluppu án teljandi meiðsla úr veltu