Varað við brimi í Reynisfjöru

Lögreglan á Suðurlandi vill koma þeim tilmælum til ferðafólks og þeirra sem skipuleggja ferðir m.a. í Reynisfjöru og að Dyrhólaey, að mikið brim er nú á svæðinu.

Útlit er fyrir að svo verði næstu daga samkvæmt veðurspám og segir lögreglan að töluverð hætta geti skapast á svæðinu í slíku veðri.