Varðeldur vakti slökkviliðið

Slökkviliðið í Reykholti var kallað út laust fyrir klukkan ellefu í kvöld eftir að vegfarandi tilkynnti um það sem virtist vera eldur í húsnæði á bæ í nágrenni Reykholts.

Svartur reykur steig til himins og ekki var vitað í hverju logaði.

Þegar á reyndi kom í ljós að reykurinn kom frá varðeldi og var útkallsboð Neyðarlínunnar afturkallað í kjölfarið.

Ekki er leyfilegt að kveikja varðeld án þess að sækja um leyfi til lögreglunnar – meðal annars til þess að koma í veg fyrir útköll sem þessi.

Fyrri greinFlestir fá eitthvað fyrir sinn músíksnúð
Næsta greinÆgir náði í stig gegn toppliðinu