Varð fyrir vatnstanki

Vinnuslys varð við Búðarhálsvirkjun rétt fyrir klukkan tvö í dag þegar starfsmaður varð fyrir vatnstanki. Maðurinn slapp betur en á horfðist í fyrstu.

Sjúkrabíll var sendur á staðinn og var maðurinn fluttur á slysadeild í Reykjavík. Áverkar mannsins voru minni en talið var í fyrstu og er hann ekki í lífshættu.

Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar málið málið, meðal annars með aðkomu Vinnueftirlitsins.