Vantar tuttugu á Hraunið

Tuttugu fangaverði vantar til starfa í sumarafleysingar í sumar í fangelsinu á Litla-Hrauni á Eyrarbakka og að Sogni í Ölfusi.

„Það berast alltaf tugir umsókna, miklu fleiri en við ráðum í. Sem stendur starfa 64 fangaverðir hjá okkur, níu á Sogni og 54 á Litla Hrauni,“ sagði Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri, í samtali við Sunnlenska.

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars.