„Vantar gott spark í rassgatið“

Fyrsti þáttur Biggest Loser Íslands verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans í kvöld. Meðal keppenda er Almar Þór Þorgeirsson, bakari í Hveragerði.

Sex karlar og sex konur á aldrinum 19-43 ára taka þátt í keppninni og eins og áður keppast þau um að missa sem mesta þyngd í þessari fjórðu þáttaröð af Biggest Loser Ísland. Þáttaröðin er sú fyrsta sem tekin er upp á Bifröst.

„Ég hef oft reynt að létta mig og oft tekist ágætlega,“ segir Almar Þór Þorgeirsson í þessum fyrsta þætti. „Svo er maður búinn að vera að reyna núna síðastliðið ár að að koma sér í gott form, en hefur bara gengið illa. Mig vantar gott spark í rassgatið og hef trú á því að Gurrý og Evert séu góð í að sparka.“

Keppendurnir eru Almar Þór Þorgeirsson, Arna Vilhjálmsdóttir, Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir, Dagný Ósk Bjarnadóttir, Daria Richardsdóttir, Eygló Jóhannesdóttir, Guðjón Bjarki Ólafsson, Helgi Már Björnsson, Hjörtur Aron Þrastarson, Ólafía Kristín Norðfjörð, Ragnar Anthony Svanbergsson og Svanur Áki Ben Pálsson.

Í fyrsta þættinum kynnumst við keppendum og bakgrunni þeirra. Sjáum fyrstu æfingarnar og hvort þau lenda í höndum Gurrýjar eða Everts og kveðjum fyrsta þátttakandann.

Fyrri greinUmferðartafir á Laugarvatnsvegi og Eyrarbakkavegi
Næsta greinHrunamenn/Laugdælir draga sig úr keppni