Vann 48″ sjónvarp í jólahappdrætti

Fyrir jól var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar Selfoss. Aðalvinningurinn, 48“ led/smart sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 812 sem er í eigu Ingibjargar Jóhannesdóttur á Selfossi.

Það var Jóhann Konráðsson verslunarstjóri í Árvirkjanum sem afhenti Ingibjörg sjónvarpið í verslun Árvirkjans milli hátíða.

Hægt er að vitja vinninga á skrifstofutíma í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, að Engjavegi 50.

Vinningsnúmer í jólahappdrættinu

Fyrri greinSteinunn Hansdóttir til liðs við Selfoss
Næsta greinKosið um nafn á laugardaginn