Vann 25 milljónir í HHÍ

Sunnlenskur karlmaður á miðjum aldri datt í lukkupottinn í kvöld þegar dregið var í Happdrætti Háskólans. Hann fékk 5 milljónir króna á trompmiðann sinn og fimmfaldaði því vinninginn. Hann fékk því 25 milljónir króna.

Aðalútdráttur aprílmánaðar var óvenju happadrjúgur en heilar 87 milljónir gengu út til ríflega þrjú þúsund lukkulegra vinningshafa vítt og breitt um landið.

Auk Sunnlendingsins heppna fengu kona og karl í Reykjavík ennfremur 5 milljónir hvor og þrír vinningshafar fengu milljón.

Allir vinningarnir eru skattfrjálsir.