Valtýr ráðinn sveitarstjóri í Ásahreppi

Valtýr Valtýsson var ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps á fundi hreppsnefndar í síðustu viku. Tuttugu sóttu um starfið en einn dró umsókn sína til baka.

Ráðning Valtýs var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta L-listans.

Valtýr hefur verið sveitarstjóri Bláskógabyggðar undanfarin þrettán ár, en hann býr í Rangárþingi.

Fulltrúar E-listans létu bóka að ánægjulegt væri hversu margir sóttu um stöðuna. Hins vegar hafi aðeins verið talin ástæða til að taka viðtal við einn umsækjanda, þar sem hann væri sá eini sem áður hefði gegnt starfi sveitarstjóra.

„Þetta er ekki rétt því Gunnólfur Lárusson var sveitarstjóri Langanesbyggðar til 2013 og var þakkað fyrir vel unnin störf. Oddviti E-lista bar upp þá ósk að lagt yrði raunverulegt mat á hæfni annarra umsækjanda og efstu aðilum boðið til viðtals. Því var hafnað af hálfu L-lista,“ segir í bókun E-listans sem jafnframt óskar Valtý velfarnaðar í starfi.

Fyrri greinJólasveinarnir gáfu þrjú hjartastuðtæki
Næsta greinFjölbreytt dagskrá í Skálholti