Valt útaf í mikilli hálku

Ökumaður og tveir farþegar sluppu án teljandi meiðsla þegar bíll valt á Þingvallavegi, rétt austan við þjónustumiðstöðina, síðdegis í dag.

Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í mikilli hálku.

Tveir sjúkrabílar frá Selfossi fóru á vettvang ásamt lögreglu. Auk þess var tækjabíll frá Brunavörnum Árnessýslu á Laugarvatn ræstur þar sem talið var að fólk væri fast í bílnum. Honum var síðan snúið við skömmu síðar, þegar allir voru komnir út úr bílnum.

Fólkið var flutt á slysadeild til aðhlynningar en að sögn lögreglu sluppu þremenningarnir vel frá óhappinu.

Fyrri greinSlapp vel eftir fall
Næsta greinJólaljós og heitt súkkulaði í Þorlákshöfn