Valt út í skurð en slasaðist ekki alvarlega

Ökumaður fólksbifreiðar var fluttur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi eftir að hann velti bíl sínum út í skurð á Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli um klukkan tíu í morgun.

Bíllinn endaði á hvolfi ofan í skurði og átti ökumaðurinn, kona á þrítugsaldri, ekki auðvelt með að komast út úr bílnum í kjölfarið. Því var kallaður út tækjabíll frá Brunavörnum Árnessýslu, en aðstoð hans var svo afturkölluð eftir að konan komst út um afturhlera bílsins. Hún var ein á ferð og voru meiðsli hennar ekki alvarleg.

Skömmu síðar fór önnur bifreið á austurleið útaf veginum tæpum kílómeter austar, við afleggjarann að Þórustöðum. Hann valt ekki en ökumaðurinn þurfti aðstoð við að koma bílnum aftur upp á veg.

Undir Ingólfsfjalli er 4°C hiti, hálka og snjóþekja og vindur 10 m/s en allt up í 16 m/s í hviðum.

Fyrri greinLækkun á árgjöldum GÞ
Næsta greinKerra hvarf frá Hæringsstöðum