Ökumaður jeppabifreiðar slapp með minniháttar meiðsli eftir að bíll hans fór tvær veltur út fyrir veg á Skeiða- og Hrunamannavegi um klukkan sjö í kvöld.
Slysið varð á Skeiðunum rétt við Ólafsvallaveg.
Ökumaðurinn var einn á ferð og komst af sjálfsdáðum út úr bílnum en tækjabíll frá Brunavörnum Árnessýslu var kallaður á vettvang ásamt lögreglu og sjúkraliði frá HSU.

