Valt af vélsleða

Erlend ferðakona á miðjum aldri velti snjósleða sínum á Langjökli eftir hádegi í dag og meiddist á hendi. Konan var á ferð með hópi ferðamanna.

Sleði konunnar valt yfir hana og var talið að hún væri handleggsbrotin. Konan var flutt af jöklinum af samferðafólki en sjúkrabifreið beið þeirra við Gullfoss. Hún var flutt til Reykjavíkur.

Mikil umferð hefur verið í umdæmi Selfosslögreglunnar í dag og hefur hún gengið vel fyrir sig þrátt fyrir að lögreglan hafi fengið margar tilkynningar um hraðakstur og glæfralegan framúrakstur í umdæminu.

Fyrri greinHamar rústaði Dalvík/Reyni
Næsta greinMikið lifandi, skelfingar ósköp er gaman…