Vals og Steinn verðlaunaðir

Búnaðarsamband Suðurlands stóð fyrir sauðfjárræktarfundi á Kirkjubæjarklaustri fyrr í vikunni þar sem bestu hrútar ársins 2010 og 2011 í V-Skaftafellssýslu voru verðlaunaðir.

Tómas Pálsson frá Litlu-Heiði átti besta veturgamlahrútinn árið 2010, Vals 09-737, faðir: Ræll 08-734.

Árið 2011 áttu Sigfús Sigurjónsson og Lilja Guðgeirsdóttir á Borgarfelli besta veturgamlahrútinn, Stein 10-710, faðir: Stáli 06-831.