Vallaskóli í ytra mat

Námsgagnastofnun hefur tilkynnt fræðslunefnd Árborgar með bréfi að Vallaskóli á Selfossi sé í hópi þeirra skóla sem urðu fyrir valinu um ytra mat í grunnskólum.

Mun starf skólans vera metið á tímabilinu janúar til júní á næsta ári.

Fræðslunefnd fagnaði því á síðasta fundi sínum að grunnskóli í Árborg skyldi verða fyrir valinu að þessu sinni.