Valdimar ráðinn framkvæmdastjóri Samhjálpar

Vörður Leví og Valdimar Þór á skrifstofu Samhjálpar. Ljósmynd/Samhjálp

Stjórn Samhjálpar hefur ráðið Selfyssinginn Valdimar Þór Svavarsson í starf framkvæmdastjóra samtakanna og hóf hann störf þann 1. nóvember síðastliðinn.

Valdimar er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðibraut Háskóla Íslands og BA gráðu í félagsráðgjöf frá sama skóla. Þá hefur hann einnig lokið ICF vottuðu markþjálfunarnámi auk menntunar í áfalla- og uppeldisfræðum.

Fráfarandi framkvæmdastjóri Samhjálpar er Vörður Leví Traustason sem lætur af störfum vegna aldurs.

Samhjálp hefur starfað að góðgerðarmálum og hjálparstarfi síðan 1973 með góðum árangri og allan þann tíma staðið vaktina fyrir þá aðila sem minna mega sín og hafa átt við áfengis- og vímaefnavanda að stríða. Samhjálp rekur meðferðarheimili fyrir 30 einstaklinga. Fimm áfangahús og kaffistofu fyrir þá sem minna mega sín.

Fyrri greinHveragerðisbær fær Evrópustyrk til uppsetningar á þráðlausu neti
Næsta greinGóður sigur í Grafarvoginum