VA arkitektar hanna stækkun og endurbætur Litla-Hrauns

Mynd/VA arkitektar

Niðurstaða er fengin í samkeppni um hönnun endurbóta og stækkunar aðstöðu fangelsisins á Litla-Hrauni á Eyrarbakka. VA arkitektar hafa verið valdir til verkefnisins að loknu ítarlegu ferli.

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir leitaði var eftir skissutillögum frá hönnuðum. Fjórir aðilar tóku þátt í ferlinu sem fólst í vettvangsferðum, fyrirlestrum og kynningum um starfsemi fangelsa, viðtölum við starfsfólk og sérfræðinga og endaði í skissuferli þar sem hver og einn þátttakandi setti fram sínar hugmyndir að lausnum. Á grundvelli tillagna voru svo VA arkitektar valdir.

Óvenju flókið verkefni
Verkefnið á Litla-Hrauni er óvenju flókið uppbyggingar- og endurbótaverkefni. Um er að ræða svæði með 10 byggingum þar sem elstu byggingarnar eru frá 1920 en sú nýjasta, skrifstofuhús fangelsisins var tekin í notkun fyrir aldarfjórðungi. Það flækir málin enn að fangelsið verður í fullri notkun á framkvæmdatímanum.

Breytingarnar sem VA arkitektar munu teikna felast í að nútímavæða fangelsið. Gert er ráð fyrir að þeim verður skipt upp í þrjá afanga; í þeim fyrsta yrði byggt nýtt þjónusthús, varðstofu ásamt tengingum við álmur fangelsisins, nýtt hlið og tengingu fyrir lögreglu.

Í öðrum áfanga verðar gerðar breytingar á húsi 2, kennslusali og skrifstofur og þá verði eldhús matasalur og starfsmannaaðstaða færð ásamt innri og ytri breytingum í húsunum. Lokaáfanginn felst svo í byggingu nýs fjölnotasalar og uppbyggingu útisvæðis ásamt því að girðingar verða færðar og fjósið rifið.

Ný hús byggð og 2.000 fermetrar endurgerðir
Gert er ráð fyrir að byggðir verði 1.300 – 1.400 fermetrar nýs húsnæðis í verkefninu og 2.000 fermetrar eldra húsnæðis endurgerðir í verkefninu. Forvali á verktökum fyrir verkefnið er lokið og er gert ráð fyrir að vali á þeim ljúki í lok þessa mánaðar.

Hér gefur að líta þær viðbyggingar sem byggðar verða, appelsínugular.
Fyrri greinChrissie Telma hlaut Menningarverðlaun Suðurlands
Næsta greinRagnhildur ráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar