Úttekt á fjar­skipt­um við Kötlu

Póst- og fjar­skipta­stofn­un vinn­ur nú að ör­ygg­is­út­tekt á farsíma­net­inu á öllu rým­ing­ar­svæði Kötlu vegna mögu­legs eld­goss.

Þá er Neyðarlín­an að koma upp sendi fyr­ir Tetra-kerfið í Dyr­hóla­ey og Sím­inn einnig að setja þar upp farsíma­sendi. Fyr­ir er farsíma­send­ir á veg­um Voda­fo­ne.

Fari Katla að gjósa verða send út SMS-boð í alla farsíma á áhrifa­svæði goss­ins, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Fyrri greinFormannsskipti hjá Framsóknarfélaginu
Næsta greinAllir lásu í Barnaskólanum