Útsýnispallur opnaður við Hrafnagjá

Útsýnisstaðurinn er sérstaklega glæsilegur og útsýnispallurinn veglega byggður. Ljósmynd/Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Í dag opnuðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Vilhjálmur Árnason varaformaður Þingvallanefndar og Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum fyrir aðgengi að nýjum útsýnispalli við Hrafnagjá í austanverðum þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Útsýnisstaðurinn er sérstaklega glæsilegur og útsýnispallurinn veglega byggður og af honum blasir við nýtt sjónarhorn yfir sigdældina frá austri til vesturs.

Kostnaður við framkvæmdina nam um 19 milljónum króna og er verkefnið á verkefnaáætlun um landsáætlun um uppbyggingu innviða. Við athöfnina var söngatriði en það voru verktakarnir og þeir sem unnið höfðu hörðum höndum að byggingu útsýnispallsins sem stigu á stokk og tóku nokkur lög.

Fyrri greinBíóhúsið fær veglega andlitslyftingu
Næsta greinSelfoss kláraði Stjörnuna í fyrri hálfleik