Útsvarslið Hvergerðinga til í slaginn

Næstkomandi föstudagskvöld mun Útsvarslið Hvergerðinga mæta til leiks og keppa gegn Akureyri. Liðsmenn Hvergerðinga eru þau Eva Harðardóttir, Pálína Sigurjónsdóttir og Úlfur Óskarsson.

Eva og Pálína koma nýjar inn í liðið en Úlfur var í liði Hvergerðinga í fyrravetur.

Þetta er sjötti vetur þessa æsispennandi og vinsæla spurningaþáttar og er þátturinn sýndur á föstudagskvöldum á RÚV, eins og venja hefur verið.