Útskrifast frá Reykjum

Nýverið fór fram brautskráning nemenda af garðyrkjubraut Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum og fór athöfnin fram í Hveragerðiskirkju.

Dr. Björn Þorsteinsson rektor flutti ræðu og óskaði nemendum velfarnaðar í framtíðinni. Þá flutti Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum og forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar LbhÍ, einnig ræðu. Tónlistarflutningur var í höndum Jón Kristófers Arnarssonar, sem lék á gítar, og Einars Clausen, tenórs. Að lokinni athöfn var boðið upp á kaffiveitingar í kennsluhúsnæðinu á Reykjum.

Af garðyrkjubrautum brautskráðust 25 nemendur og hlaut Þröstur Þórsson verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn af garðyrkjubraut. Landbúnaðarháskóli Íslands gaf verðlaun fyrir góðan námsárangur.

Íris Hafþórsdóttir, nemi á garð- og skógarplöntubraut hlaut verðlaun fyrir bestan námsárangur á sinni braut og voru henni afhent verðlaun gefin af Sambandi garðyrkjubænda – Félagi garðplöntuframleiðanda.

Á námsbraut um lífræna ræktun matjurta var Helle Laks veitt verðlaun fyrir góðan námsárangur, gefin af VOR (Verndun og ræktun).

Nemendur af ylræktarbraut hlutu einnig viðurkenningu fyrir góðan námsárangur og var það Samband garðyrkjubænda sem gaf þau verðlaun. Axel Sæland hlaut viðurkenningu úr hópi raunfærnimatsnemenda og Óli Björn Finnsson úr hópi annarra nemenda.

Meðal nemenda af skrúðgarðyrkjubraut voru það Þröstur Þórsson sem hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur úr hópi raunfærnimatsnemenda og Hörður Garðar Björgvinsson úr hópi annarra nemenda.