Útsjónarsamur starfsmaður slökkti eldinn

Eldur kom upp í stórri djúpsteikingarpönnu í Hálendismiðstöðinni, Hótel Hrauneyjum um klukkan hálf ellefu í morgun. Talverður viðbúnaður var vegna málsins og voru slökkviliðseiningar frá Brunavörnum Árnessýslu og Brunavörnum Rangárvallasýslu sendar af stað á vettvang auk sjúkrabíls frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Talsverð vegalend er frá næstu slökkvistöðvum að Hálendismiðstöðinni en um 55 kílómetrar eru frá slökkvistöðinni í Árnesi og 78 kílómetrar eru að slökkvistöðinni á Hellu. Það er því ljóst að talsverðan tíma tekur viðbragðsaðila að svara hjálparbeiðni í útköllum sem þessu.

Starfsmaður á staðnum náði með útsjónarsemi að slökkva eldinn og hlaust því ekki mikið tjón af eldinum. Af þeim sökum var hægt var að snúa stærstum hluta viðbragðsaðila við áður en þeir komust alla leið á vettvang.

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu fóru alla leið á staðinn og tryggðu að ekki leyndist glóð á vettvangi og aðstoðuðu við reykræstingu.

Fyrri greinÉg á afmæli í dag!
Næsta greinJón Aðalsteinn er nýr kynningarfulltrúi UMFÍ