Útsendingin komin í samt lag

Starfsmenn TRS/Mílu hafa nú lokið viðgerð á símastreng utan ár á Selfossi og er því útsending Suðurland FM komin í loftið aftur.

Útsending stöðvarinnar hefur verið slitrótt síðustu daga vegna bilaða strengsins og lá alveg niðri í morgun.

Einar Björnsson, útvarpsstjóri, sagði í samtali við sunnlenska.is að það væri mjög bagalegt fyrir stöðina að vera kippt svona úr sambandi en að sama skapi væri gott að vera kominn í loftið aftur.

Fyrri greinFleiri námsmenn í fangelsum
Næsta greinAskan situr á öllu